Íslenski boltinn

Ingimundur Níels: Vildi vera áfram hjá FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
„Mér líður vel og ég er fullur tilhlökkunar að byrja hérna,“ sagði IngimundurNíelsÓskarsson við íþróttadeild eftir að hann gekk formlega aftur til liðs við Fylki í dag.

Ingimundur hefur verið á mála hjá FH undanfarin tvö ár en Hafnafjarðarliðið vildi ekki semja við hann aftur.

„Mér hefur lengi dreymt um að vinna Íslandsmeistaratitilinn en það tókst ekki í ár sem var grátlegt,“ segir Ingimundur.

„Ég hefði viljað vera þar áfram en þeir voru að hugsa aðra hluti þannig maður verður bara að taka því. Maður kemur því bara afturhingað og reynir að gera eitthvað.“

Ingimundur fékk samningstilboð frá þremur öðrum liðum en honum leist best á Fylki. Hvert stefnir liðið næsta sumar?

„Ég ætla að vona að við getum náð að landa þessu Evrópusæti. Þeir voru ekki langt frá því í ár og nú er verið að styrkja liðið. Það er því stefnan.“

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×