Íslenski boltinn

Ólafur Páll verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Fjölni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Páll er á leið í Grafarvoginn.
Ólafur Páll er á leið í Grafarvoginn. vísir/daníel
Fjölnismenn hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem nýr, spilandi aðstoðarþjálfari liðsins verður kynntur til leiks.

Kristófer Sigurgeirsson er hættur að aðstoða Ágúst Gylfason þjálfara og hefur ráðið sig sem aðstoðarmann Arnars Grétarssonar hjá Blikum.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er nýi maðurinn hjá Fjölni Ólafur Páll Snorrason en hann kemur til félagsins frá FH.

Þar hefur Ólafur Páll verið í lykilhlutverki síðustu ár. Hann spilaði 20 leiki fyrir félagið í sumar og lagði upp 10 mörk.

Ólafur Páll þekkir vel til í Grafarvoginum en hann lék með liðinu sumarið 2008.

Fjölnir hafnaði í níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og verður þvi áfram á meðal þeirra bestu næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×