"Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. október 2014 21:00 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“ Landsdómur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og verðandi sendiherra í Washington, var gestur í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag og talaði hann meðal annars um ávarp hans til þjóðarinnar 6. október árið 2008. Rúmlega sex ár eru nú liðin frá sjónvarpsávarpi Geirs sem endaði á þeim fleygu orðum: „Guð blessi Ísland.“ Þá ávarpaði forsætisráðherrann þjóðina vegna þeirra erfiðleika sem íslensku bankarnir voru í. Seinna sama dag lagði hann neyðarlögin fram á Alþingi. „Það var stór ákvörðun að flytja þetta ávarp og mjög óvanalegt hér á okkar landi. Forsætisráðherra kemur vanalega ekki fram með ávarp í sjónvarpi, nema þá á gamlárskvöld og 17. júní,“ sagði Geir í þættinum. „Þessi lokorð sem margir vilja vitna oft í finnst mér mjög falleg, sumir vilja lesa trúarlega merkingu í þau og ég amast ekki við því. Þetta var fyrst og fremst falleg kveðja, þrátt fyrir að hafa verið mjög óvanaleg. Ég hafði áður hugsað mér að ljúka ræður og jafnvel oftar en einu sinni á þessum orðum. Þetta er mjög algengt í útlöndum.“ Geir þykir það miður að efnislegur boðskapur ávarpsins hafi ekki skilað sér til þjóðarinnar og fallið í skuggann á þessum lokaorðum. „Ef ég hefði vitað það að lokaorðin yrðu aðalmálið hjá mörgum og þeim sem vildu snúa út úr mínum orðum og gera lítið úr mér, þá hefði ég sennilega ekki gert þetta.“Árið 2009 greindist Geir með illkynja æxli í vélinda og sóttist ekki eftir endurkjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Á sama tíma tilkynnti flokkurinn að vænlegast væri að boða til kosninga í maí það ár. „Ég hef verið mjög heppinn maður. Eftir að hafa farið í meðferðir vegna veikinda minna til Hollands þá kom í ljós að það blessaðist allt saman. Það var læknum og hjúkrunarfólki hér heima gríðarlega mikið að þakka fyrir að hafa uppgötvað þetta strax. Ég fór í speglun í þessari viku og mér er sagt að þetta sé bara skínandi fínt.“ Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að sýkna Geir af öllum ákæruliðum gegn honum að undanskildum einum. Sérstök þingmannanefnd lagði til að auk Geirs yrðu þrír fyrrverandi ráðherrar í stjórn hans ákærðir en meirihluti Alþingis ákvað hins vegar að ákæra Geir einan. „Ég átti von á því á fyrri stigum málsins að því yrði bara vísað alfarið frá. Ég er sýknaður af öllu efnislegu en sakfelldur fyrir einn lið, það að ég hafi ekki borið upp mikilvæg mál á ríkisstjórnarfundum. Mér fannst þetta stórfurðuleg niðurstaða og finnst enn. Þetta mál er ömurlegt frá upphafi til enda og er þeim til skammar sem stóðu að því. Þetta var pólitísk aðför að mér og Sjálfstæðisflokknum.“
Landsdómur Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira