Emil: Finn fyrir nærveru pabba í hjarta mínu eftir hvern leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2014 21:34 Emil tekur skot á markið. Vísir/andri marinó „Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
„Kannski hefur pabbi verið með mér hérna í síðustu leikjum. Mig langaði að spila fyrir hann. Eftir hvern einasta leik finn ég fyrir nærveru hans í hjarta mínu,“ sagði hálfklökkur Emil Hallfreðsson við blaðamann að loknum fræknum sigri á Hollandi. Emil, sem missti föður sinn á dögunum, fór á kostum með íslenska liðinu líkt og í 3-0 sigrinum á Lettum. Hann virtist á köflum svífa á grænu grasinu og fór oft illa með Hollendinga. Undir það tók landsliðsþjálfarinn á blaðamannafundi í leikslok. „Hann hefur verið frábær í öllum þremur leikjunum,“ sagði Lars Lagerback á blaðamannafundi um frammistöðu Hafnfirðingsins sem er fastamaður hjá Hellas Verona í Serie A. „Ég er líka í góðu standi, spila með mínu félagsliði og finn fyrir trausti hjá Lars og Heimi. Þetta virkar allt saman. Það er bara gaman að ná að sýna góða leiki,“ sagði Emil aðspurður um frammistöðu sína undanfarið sem hefur vakið mikla athygli. Emil lét vaða ótt og títt í sigrinum á Lettum og hlóð aftur í skot af löngu færi í kvöld. Svo virðist sem hann langi mikið að skora: „Það passar alveg. Það er langt síðan ég skoraði síðast. Maður verður bara að reyna meira. Ég reyndi bara einu sinni í dag en þannig séð er mér nokkuð sama á meðan við vinnum.“ Emil segir að félagar sínir hjá ítalska liðinu sé líklega farnir að taka aðeins mark á íslenska liðinu núna í ljósi árangursins í kjölfar síðustu undankeppni. „Þeir eiga samt örugglega erfitt með að trúa markatölunni 8-0 og níu stig eftir þrjá leiki. Þetta er ótrúlegt, öllum finnst það en þetta er raunveruleikinn og við förum ótrúlega sáttir heim.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12 Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sjá meira
Gylfi Þór skoraði 23. markið sem Cillessen fær á sig úr víti Hollenski landsliðsmarkvörðurinn ekki öflugur að verja vítaspyrnur. 13. október 2014 19:12
Gylfi markahæstur í undankeppninni Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum. 13. október 2014 21:30