Flugmanninum verður ekki vikið úr starfi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. október 2014 15:31 Í návígi við hraunjaðarinn í gær. vísir/skjáskot/auðunn Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Ekki er búið að funda með flugmanni Reykjavík Helicopters sem lenti með erlenda ferðamenn við gosstöðvarnar í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Til stendur að funda með honum í dag, en líkt og fram kom í tilkynningu frá fyrirtækinu í gær fullyrða forsvarsmenn fyrirtækisins að ábyrgðin sé alfarið flugmannsins. Samkvæmt markaðsstjóra fyrirtækisins, Friðgeiri Guðjónssyni, stendur ekki til að víkja honum úr starfi en leitað verður skýringa á hvers vegna flugmaðurinn virti ekki lokanir við gosstöðvarnar.Eins og greint var frá á Vísi í gær birti auðjöfurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og föruneyti sínu bregða á leik við hraunjaðarinn. Lokanir inn á gosstöðvarnar hafa verið meira og minna í gildi frá miðjum ágústmánuði. Síðan þá hefur svæðið einungis verið opið fyrir vísindamenn og fjölmiðlafólk en hver og einn þarf að óska eftir sérstöku leyfi frá almannavörnum. Fjölmörg dæmi eru þó um að fólk reyni að komast inn á svæðið í óleyfi og hefur það verið töluvert á milli tannanna á fólki að undanförnu. Þá hafa ýmsar umræður spunnist og ábendingar borist Vísi þess efnis að fyrirtæki birti myndir af fólki í návígi gosstöðvanna. Veltir fólk því fyrir sér hvort um sé að ræða almenning eða fólk með tilskilin leyfi. Friðgeir fullyrðir að þessi lending þeirra við gosstöðvarnar á sunnudag sé einsdæmi. Hundruð vísinda- og fjölmiðlamanna ferðist á vegum þeirra og þá séu vissulega teknar myndir af þessum ótrúlegu náttúruhamförum á jörðu niðri. Málið er nú í rannsókn lögreglu, ásamt öðru sambærilegu máli.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, segir fyrirtækið ekki vera að lofa viðskiptavinum að lenda í nærri gosstöðvunum með því að birta myndir af fólki í návígi við gosið á heimasíðunni. 7. október 2014 19:18
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06