Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hvíldi á æfingum íslenska landsliðsins í gær vegna smávægilegra hnémeiðsla. Vísir/Valli Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti „Engin draumastaða“ Handbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Fleiri fréttir Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Sjá meira
Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30
Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49
Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20