Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. september 2014 15:00 Hraunið myndi þekja bróðurpart Reykjavíkur. Skyggði hlutinn er um 45,1 ferkílómetrar. Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs. Bárðarbunga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hraunflákinn frá Holuhrauni heldur áfram að stækka og þekur hraunið nú um 40-45 ferkílómetra. Rúmmálið er metið á um 500 milljón rúmmetra og er gosið eitt það víðáttumesta sem runnið hefur á Íslandi miðað við stuttan gostíma. Til samanburðar má nefna Mývatn sem er 37 ferkílómetrar að flatarmáli. „Þetta er kröftugasta gos sem við höfum séð á þessum mæli nútíma sem við lifum á,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur. „Ef við lítum á hraunið í Heklu árið 1947, það fór upp í 800 milljón rúmmetra. En það tók Heklu tæplega tvö ár að gera það. Þetta eldgos er bara búið að vara í þrjár vikur og komið upp í 500 milljón rúmmetra.,“ segir Ármann og heldur áfram. „Til að bera saman svona stórt hraun, að því er við vitum, var gosið í Laka árið 1783. Svo er líklegt að krafturinn hafi verið svipaður í Tröllahrauni 1862-1864.“Svona var staðan 8.september. Þá var flatarmál hraunsins 18,6 ferkílómetrar og svarar til þess svæðis Reykjavíkur sem er vestan Ártúnsbrekku líkt og sjá má á myndinni að ofan.Ekkert lát á gosinu Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénum og heldur það áfram með sama hætti og síðustu daga. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og hefur ekkert dregið úr framleiðslunni. Samkvæmt nýjustu mælingum er hraunið ekki farið yfir veginn en munar það einungis tæpum 200 metrum að það fari inn að Vaðöldu. Þá heldur sig í öskju Bárðarbungu áfram á svipuðum hraða og verið hefur en sigið nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna. Skjálftahrina er jafnframt með svipuð móti en átta skjálftar hafa mælst frá hádegi í gær. Sá stærsti 5,2 að stærð klukkan rúmlega átta í morgun.Loftgæði í dag Í dag er búist við sunnan og suðsuðaustanátt og að mengunin berist til norðurs, frá Flateyrarskaga í vestri, til Öxarfjarðar í austri. Vindur snýst í suðsuðvestanátt í kvöld og færist áhrifasvæðið þá dálítið til vesturs.
Bárðarbunga Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira