Innlent

Björk: Skotar! Lýsið yfir sjálfstæði!

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björk hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði.
Björk hvetur Skota til að lýsa yfir sjálfstæði. Vísir/Getty
Sjálfstæðissinnum í Skotlandi barst stuðningur úr óvæntri átt í dag þegar Björk Guðmundsdóttir sendi þeim kveðju á Facebook-síðu sinni í dag. Hún deilir þar texta við lag sitt Declare Independence sem kom út árið 2007 og hvetur þar með Skota til að lýsa yfir sjálfstæði, flagga fána sínum og stofna sinn eigin gjaldmiðil.

Kosningar um sjálfstæði Skotlands fara fram á morgun og er talið að það verði mjótt á mununum. Fræga fólkið hefur ekki látið sitt eftir liggja í baráttunni en á meðal dyggustu stuðningsmanna sjálfstæðis er James Bond-leikarinn Sean Connery.  Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, er aftur á móti sambandssinni.

The Independent greinir í dag frá stuðningi Bjarkar við sjálfstæði Skotlands en þar kemur einnig fram að hljómsveitin Sigur Rós styðji sjálfstæðissinna líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×