Fótbolti

Ragnar og félagar slógu út Alfreðslausa Baska

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson. Vísir/AFP
Rússneska félagið Krasnodar tryggði sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir 3-0 sigur á spænska liðinu Real Sociedad í seinni leik liðanna í Rússlandi í kvöld en þetta var slagur tveggja Íslendingaliða.

Ragnar Sigurðsson spilaði allan leikinn í vörn Krasnodar en hann hefur verið að spila mjög vel að undanförnu. Alfreð Finnbogason gat hinsvegar ekki spilað leikinn fyrir Baskaliðið en hann er að ná sér eftir að hafa farið úr axlarlið.

Real Sociedad vann fyrri leikinn 1-0 og var í fínum málum þar til að tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Krasnodar komst þá í 1-0 og tryggði sér síðan sæti í riðlakeppninni með því að skora tvö mörk á síðustu tveimur mínútum leiksins.

Joãozinho skoraði fyrsta mark Krasnodar úr vítaspyrnu á 71. mínútu en fékk svo rauða spjaldið í uppbótartíma alveg eins og Markel Bergara hjá Real Sociedad. Seinni tvö mörk Krasnodar skoruðu þeir Pereyra og Ari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×