Landspítalinn hundruð milljóna fram úr fjárlögum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2014 20:00 Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Vinna við fjárlagafrumvarp næsta árs er í fullum gangi en fjármálaráðherra hefur lagt á það ríka áherslu, að skila hallalausum fjárlögum. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur fyrir að Landspítalinn muni fara fram úr fjárlögum ársins 2014, væntanlega um nokkur hundruð milljónir króna, en forstjóri spítalans segir ástæður þessa vera einfaldar. „Ég vil fyrst og fremst nefna tvennt. Annars vegar það, sem að öllum er ljóst sem horfa á fréttir, að þá hefur ítrekað verið mjög mikið álag á spítalanum. Óvænt og umfram það sem við gátum gert ráð fyrir. Svo dæmi sé tekið þá fjölgaði dvalarnóttum á spítalanum í júní og júlí um 5 prósent, frá síðast ári og inniliggjandi sjúklingum um 3 prósent,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Þá hafi vökudeild spítalans, sem gerir ráð fyrir 12 til 14 börnum, verið með yfir 20 börn meirihluta þessa árs sem þýðir 60 milljónir króna í aukakostnað fyrir spítalann. Hins vegar nefnir Páll vaxandi kostnað og öryggisógn vegna þess að spítalinn sé í gömlu húsnæði sem sé dreift um allt höfuðborgarsvæðið. „Það er þannig, að eins og reksturinn hjá okkur er, að þá veltum við fyrir okkur hverri krónu. Við getum ekki slegið af öryggi og ef að árið er okkur óhagstætt varðandi álag áfram, að þá verðum við að skera af einhverja þjónustu, ef til þess kæmi að við værum að fara fram úr áætlun eða hefðum ekki skilning stjórnvalda,“ segir Páll. Páll segir spítalann hafa verið fjársveltan í mörg ár. „Við fengum viðspyrnu fyrir þetta ár og ég skynja hjá stjórnvöldum skilning og velvilja gagnvart því að áfram verði haldið að bæta rekstrargrundvöll spítalans, þannig að við getum haldið áfram að efla þennan hornstein íslenskrar heilbrigðisþjónustu,“ segir Páll. Það eru fleiri ríkisstofnanir en Landspítalinn sem munu fara fram úr fjárlögum þessa árs. Líklegt þykir að Sjúkratryggingar Íslands fari allt að þremur milljörðum króna fram úr þeim fjárheimildum sem stofnuninni eru settar með fjárlögum þessa árs. Þá hafa fjármál ýmissa framhaldsskóla valdið áhyggjum nefndarmanna í fjárlaganefnd.Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, segir þessa stöðu ekki ógna því forgangsmáli stjórnarmeirihlutans að skila hallalausum fjárlögum. „Það má ekki umbuna stofnunum, sama hver það er, fyrir það að fara fram úr fjárlögum. Ef að menn gera það, þá munu menn sjá algjört stjórnleysi þegar að kemur að ríkisfjármálum,“ segir Guðlaugur. Hann segir stöðu Landspítalans vera alvarlega. „Ef að menn ætla að ná tökum á ríkisfjármálunum og sérstaklega það sem snýr að heilbrigðismálunum, þá verða þær stofnanir, stærstu stofnanirnar, að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er lykilatriði,“ segir Guðlaugur.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira