Gífurlegt mannfall á Gaza í dag Heimir Már Pétursson skrifar 29. júlí 2014 20:42 Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé. Gasa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Fullyrt er að allt að eitt hundrað manns hafi fallið í loft- og skótskotaliðsárásum ísraelshers á Gaza í dag. Ísralesmenn hafa hafnað 24ra tíma vopnahléstillögu Hamas samtakanna. Hús eins af aðal leiðtogum samtakanna var sprengt í loft upp en hann er sagður óhultur. Ef eitthvað er færist enn meiri harka í hernað Ísraelsmanna á Gaza og ekkert lát er á mannfalli. Opinberir aðilar á Gaza fullyrða að allt að eitt hundrað manns hafa fallið í dag, Þar af sautján í þessari byggingu í bænum Khan Younis á suðurhluta Gaza. Nágrannar þustu til eftir sprenginguna til að leita að lifandi fólki og líkum í rústunum. Dr. Yousef Abu El Rish aðstoðaryfirmaður bráðaþjónustu heilbrigðisyfirvalda á Gaza segir að miðað hafi verið sérstaklega á þetta hús þar sem 17 fjölskyldumeðlimir féllu. „Þessi glæpur var framinn aðeins nokkrum klukkustundum áður en ráðist var vísvitandi á flóttamannabúðir við ströndina þar sem ellefu börn féllu,“ segir El Rish. Ísraelsher hefur hert mjög árásir sínar eftir tiltölulega rólega helgi miðað við það sem á hefur gengið frá því átökin hófust fyrir um þremur vikum. Benjamin Nethanyahu forsætisráðherra Ísraels sagði í sjónvarpi í gær að menn ættu að búa sig undir langvinn átök. Herinn birti myndir í dag sem sýna skriðdreka eyðileggja göng hamasliða sem ýmist liggja inn í Ísrael eða Egyptaland. Þá birti herinn loftmyndir sem sýna sprengjuárás á hús Smail Haniyeh eins af leiðtogum Hamas. Hús hans og moska í nágrenninu sprungu í tætlur en engan sakaði í þeirri árás. Hins vegar fórust að minnsta kosti fjórir þegar F-16 orrustuþota skaut flugskeyti á fjölbýlishúsi í Rafha borg í dag. Samir Dheir segist hafa verið á leið í Mosku í næsta nágrenni þegar hann heyrði í viðvörunareldflaug springa. „Fjölskylda frænda míns yfirgaf ekki húsið í tíma en tíu mínútum síðar voru þrjár fjölskyldur horfnar. Þannig að við hlupum að húsinu og sáum að allar þrjár hæðir þess voru rústir eina. Okkur tókst að finna fimm manns í rústunum. Fjórir voru látnir en eitt barn lifði árásina af. Önnur fjölskylda, kona, sonur hennar og dóttir lifðu árásina líka af. Ekkert hefur hins vegar fundist af fjölskyldu Ómars og Mahmoud, eiginkonum þeirra og börnum,“ segir Samir Dheir. Sky fréttastofan greindi frá því í dag að bæði Ísraelsmenn og Hamas hafi hafnað tillögu háttsetts Palestínsks embættismanns um 24ra tíma vopnahlé.
Gasa Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira