Sport

Forseti UFC vill að Gunnar fari sér hægt

Henry Birgir Gunnarsson í Dublin skrifar
Dana White.
Dana White.
Dana White, forseti UFC, sagði fyrir helgi að hann væri ekki viss um hvort það væri kominn tími á að Gunnar Nelson myndi berjast við menn á topp tíu í sínum þyngdarflokki.

Gunnar sagðist eftir bardagann i kvöld vilja fá mann inn á topp tíu næst en White var við sama heygarðshornið og virðist ætla að halda aðeins aftur af Gunnari.

"Ég veit ekki með framhaldið hjá honum. Ég er ekki hrifinn af því þegar menn með mikla hæfileika en ekki of mikla reynslu fara of snemma í sterkari menn. Við þurfum að skoða þetta vel með Gunnar," sagði White á blaðamannafundi í kvöld.

Forsetinn var annars himinlifandi með kvöldið enda var stemningin hreint út sagt lygilega í O2 Arena.

"Þegar Conor McGregor vann sinn bardaga fór hávaðinn upp í 111 desibel en hávaðinn á rokktónleikum er 110 desibel. Þetta var geggjað. Það vilja allir keppa hérna núna og ég veit um marga sem naga sig í handarbökin yfir því að hafa ekki komið hingað og upplifað þetta einstaka kvöld."

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar: Maður beið eftir að þakið myndi fljúga af

Valtýr Björn Valtýsson mætti á Partývaktina á Bylgjunni í kvöld ásamt Brynjari Hafsteinsyni frá MMA-Fréttum og lýsti sigri Gunnars Nelson á Zak Cummings í UFC í kvöld og hringdi í kappann sem var að vonum kátur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×