Þjóðskrá skoðar lögheimilisskráningu Sveinbjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2014 14:55 Vísir/Vilhelm/Valgarður Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira
Þjóðskrá athugar nú, eftir ábendingu frá yfirkjörstjórn Reykjavíkur, hvort Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina í Reykjavík, skuli áfram skráð með lögheimili í Reykjavík. Yfirkjörstjórn Reykjavíkur hafði til skoðunar, á fundi stjórnarinnar þann 11. maí, hvort Sveinbjörg uppfyllti kjörgengisskilyrði í Reykjavík eftir að haft var eftir henni í fjölmiðlum að hún byggi í Kópavogi, en hún er með skráð lögheimili í Reykjavík, þar sem hún er í framboði. Yfirkjörstjórn kallaði Sveinbjörgu á sinn fund ásamt Þorsteini Magnússyni, umboðsmanni lista Framsóknar og flugvallarvina. Á fundinum staðfesti hún að rétt hefði verið haft eftir henni í fjölmiðlum. Þar sem ákvörðun um réttmæti lögheimilisskráningar frambjóðenda heyrir ekki að lögum undir yfirkjörstjórn, var kjörgengi Sveinbjargar úrskurðað gilt. Þó sendi yfirkjörstjórn ábendingu til Þjóðskrár Íslands, með vísan til góðra stjórnsýsluhátta. Þjóðskrá hefur málið nú til skoðunar.Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands segir að Þjóðskrá hafi borist þessi ábending. „Það er alvanalegt að við fáum ábendingar um að lögheimili einstaklings sé ekki eins og það sé skráð. Þá fer það í hefðbundna málsmeðferð og það er eins með þessa ábendingu og allar aðrar,“ segir Margrét. Hefðbundin málsmeðferð slíkra ábendinga felur í sér að viðkomandi er kynnt ábendingin og beðinn um upplýsingar og gögn sem styðji að lögheimili sé þar sem hann kveðst eiga heima. Þá getur einnig farið fram sjálfstæð gagnöflun Þjóðskrár. Að því loknu verður endanleg ákvörðun tekin um hvort lögheimilisskráning skuli vera óbreytt, eða viðkomandi skuli skráður til lögheimilis annarsstaðar, ef gögnin styðji það. Í lögum um lögheimili segir: „Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.Dvöl í gistihúsi, fangelsi, vinnuhæli, sjúkrahúsi, athvarfi, heimavistarskóla, verbúð, vinnubúðum eða öðru húsnæði, sem jafna má til þessa, er ekki ígildi fastrar búsetu.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Sjá meira