„Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. maí 2014 19:33 Viðar Örn hefur farið á kostum inn á vellinum. mynd/skjáskot af vefsíðu RÚV/ fésbókarsíða Vålerenga „Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
„Það hefur verið fjallað töluvert um málið í íslenskum fjölmiðlum en ég vil lítið tjá mig um það,“ segir Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, í samtali við norska miðilinn Dagbladet. Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, móðir Viðars Arnar, hefur ítrekað kært hótanir og brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar í haust. Hún segir nálgunarbann vera gagnslaust ef lögreglan bregðist ekki við því. Rætt var við Ásdísi í þættinum Kastljós þann sjöunda maí. Hún flúði ásamt börnum sínum til Þórshafnar á Langanesi af ótta við manninn. Lögreglan hefur fjórar alvarlegar líkamsárásir hans gegn henni til rannsóknar. Viðar Örn hefur sjálfur farið á kostum í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og skorað tíu mörk í tíu leikjum. Fram kemur í frétt Dagbladet að ótrúlegt sé hversu vel Viðar hefur spilað á tímabilinu þegar hugur hans er hjá móður hans „Vissulega hefur þetta áhrif á mig. Ég vil gera allt til þess að tryggja öryggi fjölskyldu minnar en það er svo lítið sem ég get gert við þessu. Maður reynir að aðstoða og auðvitað væri betra ef ég væri núna heima á Íslandi.“ Viðar segist hlakka til að komast heim þegar hlé verður gert á deildarkeppninni í Noregi vegna heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu í júní og júlí. Þrátt fyrir erfiðleika í fjölskyldunni hefur honum gengið ótrúlega vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennskunni. Viðar Örn er búinn að skora tíu mörk í norsku úrvalsdeildinni í tíu leikjum og er langmarkahæstur í deildinni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira