Íslenski boltinn

Mark Atla Viðars skaut FH á toppinn | öll úrslitin

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Atli Viðar Björnsson tryggði FH sætan sigur á ÍBV, 1-0, með marki í uppbótartíma í kvöld en það dugði til að koma liðinu á topp Pepsi-deildarinar.

FH er með tíu stig rétt eins og Stjarnan sem vann Þór, 4-3, fyrir norðan en FH er með betri markatölu.

Keflavík er í þriðja sæti með níu stig en það tapaði sínum fyrsta leik í kvöld fyrir KR, 1-0. KR-ingar eru í fimmta sæti.

Fjölnir er í fjórða sæti eftir jafntefli gegn Breiðabliki á útivelli, 2-2. Nýliðarnir lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Blikar eru í 10. sæti með tvö stig eftir fjóra leiki.

Úrslit kvöldsins:

Breiðablik - Fjölnir 2-2

1-0 Árni Vilhjálmsson (28.), 1-1 Guðmundur Karl Guðmundsson (55.), 2-1 Davíð Kristján Ólafsson (62.), 2-2 Þórir Guðjónsson (73.).

Þór - Stjarnan 3-4

0-1 Arnar Már Björgvinsson (26.), 0-2 Ólafur Karl Finsen (43.), 1-2 Shawn Nicklaw (44.), 1-3 Jeppe Hansen (48.), 1-4 Veigar Páll Gunnarsson (53.), 2-3 Sigurður Marinó Kristjánsson (69.), 3-4 Jóhann Helgi Hannesson (78. víti).

FH - ÍBV 1-0

1-0 Atli Viðar Björnsson (90.+6).

Keflavík - KR 0-1

0-1 Óskar Örn Hauksson (89.).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×