Íslenski boltinn

Fækkar um tvo í her­búðum KR

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lúkas Magni í leik með KR í sumar.
Lúkas Magni í leik með KR í sumar. Vísir/Anton Brink

Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum.

Hinn 19 ára gamli Lúkas Magni hefur komið við sögu í þremur leikjum í Bestu deild karla og tveimur í Mjólkurbikar karla í sumar. Hann er á leið í háskólanám í Bandaríkjunum og mun ekki taka frekari þátt á leiktíðinni sem nú er í gangi. 

Sömu sögu er að segja af lánsmanninum Neffati sem heldur aftur til Norrköping í Svíþjóð. Hann kom við sögu í fimm leikjum í Bestu og einum bikarleik. Hans helsta framlag var að næla sér í tvö gul og þar með rautt spjald í óvæntu tapi gegn HK fyrr í sumar. 

Það verður forvitnilegt að sjá hvort KR reyni að fylla í skörðin þegar félagaskiptaglugginn opnar. Lúkas Magni lék bæði í meðverði og vinstri bakverði á meðan Neffati leysti hinn meidda Jóhannes Kristinn Bjarnason af í hægra bakverði. 

KR situr 9. sæti Bestu deildar karla með 12 stig að loknum 11 umferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×