Jon Jones - Besti bardagamaður heims Pétur Marinó Jónsson skrifar 26. apríl 2014 18:30 Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. Jon Jones er enginn venjulegur bardagamaður. Eftir að hafa orðið yngsti meistarinn í sögu UFC aðeins 23 ára aldri hefur hann varið titil sinn sex sinnum. Hann er sennilega hæfileikaríkasti bardagamaður sem sést hefur í MMA. Jon Jones kom inn í UFC sem góður glímumaður en glímdi þó aldrei í bandarísku háskólaglímunni. Hann hafði vissulega getuna til að fara þá leið en varð faðir ungur að aldri og hætti því í skóla. 21 árs gamall setti Jones stefnuna á að gerast atvinnumaður í MMA. Á þremur mánuðum tók hann 6 bardaga og sigraði þá alla afar sannfærandi. Hann fékk því samning við UFC eftir að hafa verið atvinnumaður í íþróttinni í aðeins hálft ár. Það er nokkuð sem fáir geta leikið eftir. Bardagaáhugamenn tóku fyrst eftir honum þegar hann sigraði reynsluboltann Stephan Bonnar sannfærandi. Hann kastaði Bonnar til og frá og beitti snúnings olnbogaskotum glæsilega sem bardagaáhugamenn slefuðu yfir. Eina tapið hans kom gegn Matt Hamill þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að beita ólöglegum olnbogaskotum. Hann var þó að gjörsigra Hamill allan tíman og ekki margir sem telja þetta sem tap heldur frekar dómaramistök. Eftir að hafa labbað í gegnum Brandon Vera, Vladimir Matyushenko og Ryan Bader fékk hann óvænt titilbardaga gegn Shogun Rua vegna meiðsla upprunalega andstæðings Rua. Shogun Rua er ein mesta goðsögn í sögu MMA en Jones lét það ekki hafa nein áhrif á sig og gjörsigraði meistarann. Bardaginn flokkast sem einn ójafnasti titilbardagi í sögu UFC. Sama dag og Jones átti að berjast um titilinn varð hann vitni að ráni á götum úti. Þrátt fyrir að eiga sinn mikilvægasta bardaga ferilsins sama kvöld hljóp hann á eftir ræningjanum og sparkaði hann niður. Jones hélt ræningjanum niðri þangað til lögreglan handtók manninn. Eftir sigurinn á Shogun Rua sigraði hann hverja goðsögnina á eftir annarri. Hann sigraði fimm fyrrum UFC meistara í röð og lét það líta auðveldlega út. Hann hefur litið út fyrir að vera nánast ómannlegur í þessum bardögum fyrir utan sinn síðasta bardaga. Í september í fyrra mætti Jones Svíanum Alexander Gustafsson. Eins og fyrir flesta bardaga Jones var búist við að meistarinn myndi labba auðveldlega í gegnum Gustafsson. Þvert á móti var þetta hans lang erfiðasti bardagi til þessa en Jones sigraði eftir dómaraúrskurð. Búist er við að þeir mætist aftur síðar á árinu. Þrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur hann á ótrúlega skömmum tíma orðið af frábærum sparkboxara. Jones er með gríðarlega langa útlimi (lengstu faðmlengd í UFC) sem hann notar til að halda andstæðingum sínum frá sér með spörkum. Hann er auk þess með gríðarlega vel tímasett olnbogaskot og hafa margir orðið fyrir barðinu á þeim. Hann er í raun með einstakan stíl. Hann heldur andstæðingum sínum vel frá sér með frábæru sparkboxi sínu en ef þeir komast nálægt honum beitir hann grísk-rómversku glímuhæfileikum sínum til að kasta þeim. Margir halda því fram að Jones sé Muhammad Ali MMA heimsins og hans verði minnst sem besta bardagamanns í sögu MMA. Það er of snemmt að segja til um það að svo stöddu en það er ljóst að þessi 26 ára bardagamaður á nóg eftir. Hann ver titil sinn í 7. sinn í kvöld þegar hann mætir Glover Teixeira. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér. MMA Tengdar fréttir Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00 Upphitun fyrir UFC 172 Einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, mun verja beltið sitt í léttþungavigtinni í 7. sinn þegar hann tekst á við Glover Teixeira annað kvöld. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 172 bardagakvöldinu en bardagaveislan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. 26. apríl 2014 21:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
Jon Jones er ríkjandi meistarinn í léttþungavigt UFC í dag. Þessi 26 ára bardagamaður er einfaldlega besti MMA bardagamaður heims um þessar mundir. Jon Jones er enginn venjulegur bardagamaður. Eftir að hafa orðið yngsti meistarinn í sögu UFC aðeins 23 ára aldri hefur hann varið titil sinn sex sinnum. Hann er sennilega hæfileikaríkasti bardagamaður sem sést hefur í MMA. Jon Jones kom inn í UFC sem góður glímumaður en glímdi þó aldrei í bandarísku háskólaglímunni. Hann hafði vissulega getuna til að fara þá leið en varð faðir ungur að aldri og hætti því í skóla. 21 árs gamall setti Jones stefnuna á að gerast atvinnumaður í MMA. Á þremur mánuðum tók hann 6 bardaga og sigraði þá alla afar sannfærandi. Hann fékk því samning við UFC eftir að hafa verið atvinnumaður í íþróttinni í aðeins hálft ár. Það er nokkuð sem fáir geta leikið eftir. Bardagaáhugamenn tóku fyrst eftir honum þegar hann sigraði reynsluboltann Stephan Bonnar sannfærandi. Hann kastaði Bonnar til og frá og beitti snúnings olnbogaskotum glæsilega sem bardagaáhugamenn slefuðu yfir. Eina tapið hans kom gegn Matt Hamill þar sem hann var dæmdur úr leik fyrir að beita ólöglegum olnbogaskotum. Hann var þó að gjörsigra Hamill allan tíman og ekki margir sem telja þetta sem tap heldur frekar dómaramistök. Eftir að hafa labbað í gegnum Brandon Vera, Vladimir Matyushenko og Ryan Bader fékk hann óvænt titilbardaga gegn Shogun Rua vegna meiðsla upprunalega andstæðings Rua. Shogun Rua er ein mesta goðsögn í sögu MMA en Jones lét það ekki hafa nein áhrif á sig og gjörsigraði meistarann. Bardaginn flokkast sem einn ójafnasti titilbardagi í sögu UFC. Sama dag og Jones átti að berjast um titilinn varð hann vitni að ráni á götum úti. Þrátt fyrir að eiga sinn mikilvægasta bardaga ferilsins sama kvöld hljóp hann á eftir ræningjanum og sparkaði hann niður. Jones hélt ræningjanum niðri þangað til lögreglan handtók manninn. Eftir sigurinn á Shogun Rua sigraði hann hverja goðsögnina á eftir annarri. Hann sigraði fimm fyrrum UFC meistara í röð og lét það líta auðveldlega út. Hann hefur litið út fyrir að vera nánast ómannlegur í þessum bardögum fyrir utan sinn síðasta bardaga. Í september í fyrra mætti Jones Svíanum Alexander Gustafsson. Eins og fyrir flesta bardaga Jones var búist við að meistarinn myndi labba auðveldlega í gegnum Gustafsson. Þvert á móti var þetta hans lang erfiðasti bardagi til þessa en Jones sigraði eftir dómaraúrskurð. Búist er við að þeir mætist aftur síðar á árinu. Þrátt fyrir að vera að upplagi glímumaður hefur hann á ótrúlega skömmum tíma orðið af frábærum sparkboxara. Jones er með gríðarlega langa útlimi (lengstu faðmlengd í UFC) sem hann notar til að halda andstæðingum sínum frá sér með spörkum. Hann er auk þess með gríðarlega vel tímasett olnbogaskot og hafa margir orðið fyrir barðinu á þeim. Hann er í raun með einstakan stíl. Hann heldur andstæðingum sínum vel frá sér með frábæru sparkboxi sínu en ef þeir komast nálægt honum beitir hann grísk-rómversku glímuhæfileikum sínum til að kasta þeim. Margir halda því fram að Jones sé Muhammad Ali MMA heimsins og hans verði minnst sem besta bardagamanns í sögu MMA. Það er of snemmt að segja til um það að svo stöddu en það er ljóst að þessi 26 ára bardagamaður á nóg eftir. Hann ver titil sinn í 7. sinn í kvöld þegar hann mætir Glover Teixeira. Bardaginn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2.Vísir og MMA fréttir hafa tekið höndum saman í umfjöllun um MMA. Pétur Marinó er ritstjóri MMA frétta og birtir fréttir úr MMA heiminum á Vísi. Ekki gleyma að setja "like" við Facebook síðu þeirra hér.
MMA Tengdar fréttir Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00 Upphitun fyrir UFC 172 Einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, mun verja beltið sitt í léttþungavigtinni í 7. sinn þegar hann tekst á við Glover Teixeira annað kvöld. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 172 bardagakvöldinu en bardagaveislan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. 26. apríl 2014 21:15 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Valskonur fá seinni leikinn heima Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
Glover Teixeira er hinn brasilíski Mike Tyson | Myndband Næsta laugardagskvöld (eða aðfaranótt sunnudags) fer UFC 172 fram í Baltimore í Bandaríkjunum. Hæst ber að nefna að UFC léttþungavigtarmeistarinn, Jon Jones, ver titil sinn gegn hinum brasilíska Glover Teixeira. 23. apríl 2014 23:00
Upphitun fyrir UFC 172 Einn besti bardagamaður heims, Jon Jones, mun verja beltið sitt í léttþungavigtinni í 7. sinn þegar hann tekst á við Glover Teixeira annað kvöld. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 172 bardagakvöldinu en bardagaveislan verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin kl 2. 26. apríl 2014 21:15