Enski boltinn

Þjálfari Olympiacos: Þetta er ekki nóg til að komast áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Míchel kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna.
Míchel kemur skilaboðum áleiðis til sinna manna. Vísir/Getty
Olympiacos gerði sér lítið fyrir og lagði Englandsmeistara Manchester United örugglega, 2-0, í fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eins og allir knattspyrnuáhugamenn vita.

Spánverjinn Míchel, þjálfari gríska liðsins, var eðlilega kampakátur með sigurinn og stoltur af frammistöðu sinna manna en hann segir það af og frá að þessi úrslit dugi til að komast áfram í átta liða úrslitin.

„Að vinna frábært lið eins og United og gera það á þann hátt sem við gerðum er mjög sérstakt. Ég get ekki leynt gleði minni. Ég er stoltur af leikmönnunum mínum. Þetta er frábær stund fyrir okkur,“ sagði Míchel við vef UEFA eftir leikinn.

„En nú verðum við að fara undirbúa okkur fyrir fyrir seinni leikinn. Við eigum enn leikinn á Old Trafford eftir. Við búumst við öðruvísi liði United-liði þar. Við virðum þetta lið gríðarlega.“

„Sá sem heldur að 2-0 sigur sé nóg til að komast áfram hefur rangt fyrir sér. Þetta er ekki nóg til að komast áfram gegn United á Old Trafford. Við verðum að halda áfram að vinna í okkar leik til að komast áfram og endurskrifa söguna,“ sagði Míchel.


Tengdar fréttir

Carrick: Þetta er ekki búið

Man. Utd olli miklum vonbrigðum gegn Olympiakos í Grikklandi í kvöld er liðið tapaði 2-0 í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Gjaldþrot hjá Man. Utd í Grikklandi | Myndband

Man. Utd bauð upp á enn eina hörmungarframmistöðuna er það sótti gríska liðið Olympiakos heim í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Grikkirnir unnu sanngjarnan 2-0 sigur og eru í góðri stöðu fyrir síðari leikinn.

Leikirnir gegn Olympiakos verða erfiðir

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi í fjölmiðlum stöðuna að geta ekki notað Juan Mata í Meistaradeildinni á þessu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×