Leikmenn eru keyptir hægri vinstri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2013 07:30 Guðbjörg hefur ekki þurft að hirða boltann oft úr netinu undanfarnar vikur. MynD/Guðmundur Svansson Guðbjörg Gunnarsdóttir fór mikinn í marki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Guðbjörg spilar með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni en liðinu hefur vegnað vel undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið fimm leiki af síðustu sex og aðeins fengið á sig tvö mörk. Liðið er komið í 5. sæti eftir erfiða byrjun. „Við höfum verið öflugar fram á við allt tímabilið og alltaf líklegar til að skora. Skipulag í vörninni hefur ekki gengið jafnvel, sem er kannski skiljanlegt með svona marga útlendinga og ólíkan fótboltakúltúr,“ segir Guðbjörg. Auk Guðbjargar leika Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir með liðinu, sem er nýliði í efstu deild. Greinilegt er að liðið ætlar sér stóra hluti enda fjöldi erlendra leikmanna mikill. „Ég held að það séu sautján útlendingar í liðinu,“ segir Guðbjörg en einnig eru norskar landsliðsstelpur í liðinu. „Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman en við verðum betri með hverjum leiknum.“ Eins og gefur að skilja er mikil samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. „Við erum nýbúin að fá kanadískan markvörð þannig að ég er með jafnmikla samkeppni og aðrir. Það eru allir á tánum og ekki gefið að neinn spili,“ segir Guðbjörg. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ástralskur landsliðsmaður hafi ekki komist í leikmannahópinn á dögunum. Sú hafi þurft að gera sér sæti í stúkunni að góðu. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þetta er spennandi. Ég hef aldrei orðið vitni að jafnmiklu veldi í kvennafótbolta. Leikmenn eru keyptir hægri vinstri,“ segir Guðbjörg. Liðið fékk sex nýja leikmenn til liðsins í félagaskiptaglugganum. Þrjár landsliðskonur frá Brasilíu, tvo Þjóðverja og fyrrnefndan kanadískan markvörð. Sá hefur ekki enn spilað enda sjálfstraust Guðbjargar mikið í markinu eftir EM í Svíþjóð. Hún þekkir þó vel það hlutskipti að þurfa að dúsa á bekknum, sem er aldrei skemmtilegt. „Ég tek að sjálfsögðu mjög vel á móti henni. Ég er náttúrulega fyrirliði og reyni að koma fram við alla eins. Hún hefur tekið þessu ágætlega og væntanlega vitað út í hvað hún var að fara.“ Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Guðbjörg Gunnarsdóttir fór mikinn í marki íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Svíþjóð. Guðbjörg spilar með Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni en liðinu hefur vegnað vel undanfarnar vikur. Liðið hefur unnið fimm leiki af síðustu sex og aðeins fengið á sig tvö mörk. Liðið er komið í 5. sæti eftir erfiða byrjun. „Við höfum verið öflugar fram á við allt tímabilið og alltaf líklegar til að skora. Skipulag í vörninni hefur ekki gengið jafnvel, sem er kannski skiljanlegt með svona marga útlendinga og ólíkan fótboltakúltúr,“ segir Guðbjörg. Auk Guðbjargar leika Hólmfríður Magnúsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir með liðinu, sem er nýliði í efstu deild. Greinilegt er að liðið ætlar sér stóra hluti enda fjöldi erlendra leikmanna mikill. „Ég held að það séu sautján útlendingar í liðinu,“ segir Guðbjörg en einnig eru norskar landsliðsstelpur í liðinu. „Það hefur verið erfitt að púsla þessu saman en við verðum betri með hverjum leiknum.“ Eins og gefur að skilja er mikil samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu. „Við erum nýbúin að fá kanadískan markvörð þannig að ég er með jafnmikla samkeppni og aðrir. Það eru allir á tánum og ekki gefið að neinn spili,“ segir Guðbjörg. Máli sínu til stuðnings bendir hún á að ástralskur landsliðsmaður hafi ekki komist í leikmannahópinn á dögunum. Sú hafi þurft að gera sér sæti í stúkunni að góðu. „Það er mjög gaman að taka þátt í þessu og þetta er spennandi. Ég hef aldrei orðið vitni að jafnmiklu veldi í kvennafótbolta. Leikmenn eru keyptir hægri vinstri,“ segir Guðbjörg. Liðið fékk sex nýja leikmenn til liðsins í félagaskiptaglugganum. Þrjár landsliðskonur frá Brasilíu, tvo Þjóðverja og fyrrnefndan kanadískan markvörð. Sá hefur ekki enn spilað enda sjálfstraust Guðbjargar mikið í markinu eftir EM í Svíþjóð. Hún þekkir þó vel það hlutskipti að þurfa að dúsa á bekknum, sem er aldrei skemmtilegt. „Ég tek að sjálfsögðu mjög vel á móti henni. Ég er náttúrulega fyrirliði og reyni að koma fram við alla eins. Hún hefur tekið þessu ágætlega og væntanlega vitað út í hvað hún var að fara.“
Fótbolti Íslenski boltinn Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira