Skoðun

Fljótlegast að framkvæma skuldaleiðréttingu Hægri grænna

Helgi Helgason skrifar
Þegar litið er yfir stefnu flokkanna eða loforð þeirra varaðandi leiðréttingu á skuldavanda heimilanna er aðeins einn flokkur með skýrastefnu í þeim málum, Hægri grænir.

Framsókn segist ætla að ná peningana með því að fara í viðræður við hrægammasjóðina um að þeir taki á sig hluta leiðréttingar ef ég skil það rétt. Hvað skyldi það taka langann tíma?

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að notta skatta landsmanna til þess að gera einhver skonar leiðréttingu á höfuðstól íbúðalána. Sú leið kemur sennilega ekki til með að gagnast þeim sem eru við það að gefast upp.

Fólk þarf lausn strax í dag. Við getum ekki beðið eftir því að framsókn sitji á snakki í ótilgreindan tíma við hrægammasjóði meðan heimili þess eru boðin upp. Fæstir geta líka beðið í eitt ár eftir að einhver ótilgreind upphæð lækki höfuðstól þess í gegnum skattkerfið á sama tíma og þetta sama fólk ræður ekki við afborgunina í hverjum mánuði eins og Sjálfstæðisflokkurinn boðar.

Önnur framboð eru vægast sagt með mjög loðin svör um það hvernig á að leysa skuldavanda heimilanna.

Hægri grænir eru með lausnina. Hagfræðingar hafa staðfest að þessi lausn sé gerleg enda hefur hún nú þegar verið notuð í Bandaríkjunum og björguðu þeir sínu húsnæðiskerfi með henni. Þessi lausn kæmi til framkvæmda strax með neyðarlögum.

Þannig væru heimilin í landinu búinn að fá allt að 45% leiðréttingu á íbúðaláninu sínu ekki seinna en 2 vikum eftir kosningar. Lánið yrði frá þeim degi óverðtryggt með föstum 7.65% vöxtum og afborgunarbyrði getur lánþegi sjálfur stillt af, þannig að afborgunarbyrði væri ekki hærri en 20% af útborguðum launum eftir skatta. Þetta er skýr lausn og kostar skattgreiðendur ekki eina krónu. Nánar á xg.is




Skoðun

Sjá meira


×