Samfélagið verður sigurvegarinn! Willum Þór Þórsson skrifar 18. mars 2013 06:00 Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Willum Þór Þórsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Það eru engin ný sannindi að í flestum keppnum sigrar einhver og það tapar einhver. En stundum þarf að taka skref til baka og velta keppninni fyrir sér hvort það þurfi endilega einhver að tapa. Rannsóknir á vettvangi afreksíþrótta segja að hugarfarið sé lykill að árangri; ástríða, þrautseigja og skuldbinding á verkefnin. Í mínum huga eiga stjórnmálin að snúast um það samfélag sem við viljum byggja upp og búa í, um þær ákvarðanir sem að því lúta og þar á enginn að þurfa að tapa. Nú í aðdraganda kosninga munu stjórnmálaflokkarnir setja fram sína stefnu, sem er til þess fallin að kynna samfélaginu þá leið sem þeir telja hyggilegast að fara. Stjórnmálamenn munu etja kappi, aðallega á velli fjölmiðlanna, og reyna að koma hugmyndum sínum á framfæri í þeim tilgangi að sannfæra kjósendur, heimilin og fyrirtækin um hina ?réttu leið?. Svona hef ég upplifað stjórnmálin frá því ég fór að fylgjast með og upplifa þennan kappleik. Ég hreifst gjarnan af kappsfullum og mælskum stjórnmálamönnum sem fóru mikinn í orðræðu, svöruðu skarplega og fimlega öllum andmælum og hljómuðu svo sannfærandi að ég trúði því að þarna væri sannleikann að finna. Þeir höfðu andstæðinginn undir.Samfélagið í uppnámi Þrátt fyrir misvísandi skilaboð í öllu því upplýsingaflæði sem dembist yfir okkur á prenti, á netinu og öldum ljósvakans held ég að enginn geti mælt því mót að samfélagið er í besta falli í uppnámi. Heimilin búa við stökkbreyttar skuldir, rýrnandi kaupmátt, skertar ráðstöfunartekjur, sífelldar og almennar verðhækkanir, atvinnuleysi og ofan á allt það stöðugar breytingar á skattkerfinu og skattahækkanir. Fyrirtækin búa við óstöðugt efnahagsumhverfi, skattabreytingar, skattahækkanir og heilu atvinnugreinarnar búa við algera óvissu. Allt hefur þetta lamandi áhrif á samfélagið, heimilin halda að sér höndum og fyrirtækin hafa minna svigrúm til fjárfestinga og mannaráðninga. Í þessum kappleik tapa allir. Þetta kallast tilfinning taparans. Til að snúa ósigri í sigur þurfum við leiðandi afl, sem hefur hið sanna hugarfar. Afl sem hikar ekki við að taka ákvarðanir, hefur vilja til að takast á við breytingar og umfram allt hefur kjark og dug til þess að koma á umbreytingum. Til þess að framfylgja breytingum og ná þeim árangri sem stefnt er að þarf að koma til þrautseigja og skuldbinding á verkefnin, þeir lykilþættir sem rannsóknir sýna að þurfi til í leitinni að árangri. Í samfélaginu er ákall um slíka forystu. Fyrir skemmstu unnum við öll mikilvægan sigur í Icesave-málinu. Sá sigur vannst fyrir slíkan dugnað, forystu dugandi fólks, skuldbindingu á verkefnið, þrautseigju og ástríðu fyrir hagsmunum þjóðar. Nú þarf ekkert minna en að hrinda af stað umbreytingarferli sem felur í sér bætt kjör heimila og fyrirtækja. Lykilmálin eru leiðrétting á skuldum og afnám verðtryggingar. Þar er á ferðinni réttlætismál og forsenda hagvaxtaraukningar. Einfalda þarf skattkerfið og lækka skatta eins og t.d. tryggingagjald. Munurinn á þessum kappleik og hefðbundnum íþróttakappleik er að hér, líkt og í Icesave-málinu, sigra allir. Samfélagið allt er undir og verður hinn eini sanni sigurvegari. Vinnum saman og ráðumst í breytingar. Árangurinn mun byggja á hugarfarinu. Framsókn fyrir heimilin.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun