Rökþrota prestur Reimar Pétursson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reimar Pétursson Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gagnrýni virðist fara í taugarnar á mörgum stjórnlagaráðsliðum. Þeir sem láta gagnrýnina trufla sig mest virðast hins vegar með öllu ófærir um að svara henni efnislega. Ástæðan er einföld; tillögurnar standast einfaldlega ekki. Nú hefur t.d. Háskóli Íslands staðið fyrir fundum þar sem fólk úr fræðasamfélaginu hefur kynnt viðhorf sín til tillagna stjórnlagaráðs. Þar ber allt að sama brunni. Tillögurnar fela í sér mikla hættu fyrir lýðræðið, eru til þess fallnar að valda glundroða og leysa með engum hætti úr þeim vandamálum sem þó eru þekkt á sviði stjórnskipunarinnar. Dæmi um viðbrögð stjórnlagaráðsliða við gagnrýninni er að finna í grein sem séra Örn Bárður Jónsson skrifaði á aðventunni og birtist í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn undir fyrirsögninni „úrtölufólkið og spýjan". Ekki sparar presturinn merkimiðana á gagnrýnendur tillagnanna úr fræðasamfélaginu: „úrtölufólk", „gungur" og „heimskingjar". Gagnrýnin er borin saman við „spýju" úr hundi. Þessa umsögn telur presturinn fræðafólkið verðskulda fyrir að segja „förum varlega, skoðum þetta betur". Rök prestsins fyrir áframhaldandi óvissuferð á sviði stjórnskipunarinnar eru haldlítil. Tillögur stjórnlagaráðs kallar hann „listaverk" og segir þær varða leiðina til „nýrrar framtíðar, fegurri veraldar, réttlátara samfélags". Prestinum finnst þó ekki ástæða til að útskýra nánar hvernig „listaverkið" á að skila þessum árangri. Þá ber presturinn störf stjórnlagaráðs saman við störf þeirra sem skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þessi samanburður byggist þó í engu á efni skjalanna, aðdraganda gerðar þeirra og reynslu og þekkingu þeirra sem unnu þau. Samanburður prestsins byggist einvörðungu á því hversu langan tíma tók að semja skjölin. Sá tími skiptir augljóslega engu máli. Til dæmis tók hálft ár að útbúa drögin að Weimar-stjórnarskránni þýsku, en hún kom þó ekki í veg fyrir valdatöku Hitlers. Aftur á móti tók aðeins tvær vikur að gera drög að stjórnarskrá Vestur-Þýskalands, sem var ætluð til bráðabirgða, en stendur þó í öllum aðalatriðum enn fyrir sínu. Svör prestsins fela því ekki í sér nein efnisleg svör við framkominni gagnrýni. Þess í stað afhjúpa þau málefnalega fátækt hans og algjöra blindu fyrir réttmætri gagnrýni. Örn Bárður er rökþrota.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun