Erlent

Frans páfi maður ársins hjá Time

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frans páfi maður ársins hjá Time
Frans páfi maður ársins hjá Time nordicphotos/getty
Tímaritið Time hefur valið mann ársins 2013 og hlaut Frans páfi nafnbótina að þessu sinni.

Nancy Gibbs, ritstóri Time, tilkynnti um valið í dag en páfinn hefur verið í embætti í níu mánuði í Vatíkaninu. 

Páfinn hefur sett svip sinn á hlutverk páfans og barist ötullega gegn fátækt í heiminum og til að mynda sett á laggirnar nefnd sem er ætlað að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum innan kaþólsku kirkjunnar.

Páfinn vakti strax mikla athygli þegar hann tók við embættinu í mars og eru mannúðarmál efst á baugi hjá Frans páfa. 

Páfinn hefur lagt áherslu á sanngirni í heiminum og hefur gefið út að hann ætli sér að vera ný rödd samviskunnar í heiminum.

Hér að neðan má sjá myndband af umfjöllun Time um valið þar sem farið er yfir aðra einstaklinga sem stóðu upp úr á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×