Enski boltinn

Rifin hans Ashley Cole ennþá aum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole.
Ashley Cole. Mynd/AFP
Ashley Cole, bakvörður Chelsea og enska landsliðsins, fór ekki með Chelsea-liðinu til Þýskalands í dag þar sem liðið mætir Schalke í Meistaradeildinni á morgun.

Ashley Cole meiddist fyrir tveimur vikum þegar hann fékk högg á rifbeinin í leik á móti Norwich í ensku úrvalsdeildinni. Hann er ekki enn orðinn góður af meiðslunum og forráðamenn Chelsea ákváðu að hvíla hann.

Ryan Bertrand verður því væntanlega áfram í vinstri bakvarðarstöðu Chelsea í leiknum á móti Schalke. Schalke-menn hafa þriggja stiga forskot á Chelsea eftir tvær umferðir í riðlinum en þýska liðið er með fullt hús og markatöluna 4-0.

Cole missti af báðum landsleikjum Englendinga og var heldur ekki með í sigrinum á móti Cardiff í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Cole gæti reyndar átt í erfiðleikum með að vinna sér aftur sæti í byrjunarliði enska landsliðsins því Leighton Baines spilaði mjög vel í fjarveru hans í sigurleikjum Svartfjallalandi og Póllandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×