Ókurteisi við kassastarfsmenn matvöruverslana Elísabet Hall skrifar 27. október 2013 19:30 DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks. Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira
DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks.
Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Sjá meira