Handbolti

ÍH byrjaði með sigri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þorkell Magnússon var atkvæðamikill í gær.
Þorkell Magnússon var atkvæðamikill í gær. Mynd/ÍH
ÍH vann sex marka sigur á Þrótti 29-23 í fyrstu umferð 1. deildar karla í handbolta í gær.

Gestirnir úr Hafnarfirði, sem mættir eru til leiks á nýjan leik eftir nokkra fjarveru, komust í 4-1 og höfðu frumkvæðið út leikinn.

ÍH leiddi 14-9 í hálfleik og landaði sex marka sigri. Þorkell Magnússon og Stefán Tómas Þórarinsson skoruðu sex mörk hvor fyrir gestina. Leifur Jóhannsson skoraði níu fyrir Þrótt.

Selfoss, Afturelding og Fjölnir unnu leiki sína á föstudaginn. KR, Stjarnan og Hamrarnir eiga enn eftir að leika sína fyrstu leiki í deildinni. Ellefu lið eru í deildinni og því þarf eitt lið að sitja hjá í hverri umferð.

KR tekur á móti Stjörnunni á föstudagskvöldið og Hamrarnir fá Þrótt í heimsókn í KA-heimilið á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×