Flúði með dætur sínar til Íslands í einkaþotu Boði Logason skrifar 26. september 2013 17:18 Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn. Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í nýjasta hefti Nýs lífs er nákvæm lýsing á því hvernig Hjördís Svan Aðalheiðardóttir flúði með dætur sínar þrjár til Íslands frá Danmörku í sumar. Hjödís Svan hefur átt í miklum deilum við barnsföður sinn um forræði yfir dætrum þeirra og var búin að fara huldu höfði í fimm vikur áður en hún kom til Íslands með þær. Barnsfaðir hennar hefur biðlað til íslenskra stjórnvalda að handataka Hjördísi, þar sem danskur dómstóll hafi nýlega dæmt honum full forræði yfir börnunum. Í blaðinu lýsir Þóra Tómasdóttir, ritstjóri tímaritsins, hvernig hún ásamt föður Hjördísar og öðrum manni sem hefur lagt málefnum hennar lið á síðustu árum, hafi farið til Danmerkur á nítján manna einkaþotu til að sækja Hjördísi og dætur hennar þrjár. Einkaþotan lenti í 20 stiga hita í litlu sjávarþorpi í Danmörku. „Eftir hálftíma stopp í landi er vélin tilbúin til brottfarar og farþegar þurfa að innrita sig. Það er þetta augnablik sem allt veltur á og það er ekkert plan B," skrifar Þóra. „Okkur er vísað í tollskoðun. Við vitum ekki hvort málið sé úr sögunni. Tollskoðunin tekur heila eilífð, í einhverjum bakpoka eru vatnsflöskur og allur farangurinn er settur aftur í gegnumlýsingu. Einhver er með belti sem pípir í hliðinu. Fleiri tollverðir koma til okkar og vilja vita hver eigi poka með flísatöng. Þeir leita meira. Taugaveiklunin magnast meðal farþeganna. Aftur þarf að setja tösku í gegnum tækið. Loks er öllum vísað inn í fríhöfnina. Enginn bað um vegabréf. Það er ekki laust við að Hjördís andi léttar," skrifar hún. Því næst fór vélin á loft og hélt til Íslands, þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Hjördís fer nú huldu höfði hér á landi með dætur sínar og í samtali við Nýtt líf segist hún vilja útskýra fyrir Íslendingum afhverju hún fór þá leið að taka börnin og flýja með þau til Íslands.Hér að ofan má sjá frétt Stöðvar 2 frá því í júlí í fyrra og hér fyrir neðan má sjá frétt TV2 frá því fyrr í vikunni þar sem rætt er við barnsföðurinn.
Hjördís Svan Tengdar fréttir „Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18 "Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Get ekki hugsað til enda hvernig þeim líður“ Viðtal við föður stúlknanna þriggja, sem móðirin flúði með til Íslands, á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2. 25. september 2013 15:18
"Held áfram að berjast fyrir þeim“ Danskur faðir sem stendur í forræðisdeilu við íslenska móður segir að hann muni halda áfram að berjast fyrir dætrum sínum. Móðirin er nú stödd á Íslandi eftir að hafa flúið með dæturnar til landsins. 17. september 2013 19:30