Matthías Máni játaði þjófnað á flóttanum Stígur Helgason skrifar 17. september 2013 16:04 Matthías Máni stal sér skáldsögu á flóttanum en ekki kemur fram í ákærunni hver sú saga var. Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð. Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Matthías Máni Erlingsson, refsifangi sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni í desember í fyrra, játaði í Héraðsdómi Suðurlands í gær að hafa á flóttanum brotist inn í sumarbústaði og vélageymslu og stolið þar alls kyns hlutum. Þetta staðfestir Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Matthíasar, í samtali við Vísi. Matthías strauk af Litla-Hrauni 17. desember í fyrra og kom ekki í leitirnar fyrr en aðfaranótt aðfangadags, þegar hann gaf sig fram á bænum Ásólfsstöðum í Þjórsárdal, þar sem ábúendur tóku á móti honum og höfðu samband við lögreglu. Hann var síðar ákærður fyrir að hafa á leið sinni þangað brotist inn í þrjá sumarbústaði og eina vélageymslu og stolið þaðan fatnaði, kuldagalla, kuldaskóm, úlpu og ullarsokkum, matvælum, skáldsögu, vasaljósi, snæri, kíki, bakpoka, kaffibrúsa auk ýmissa vopna; haglabyssu, riffli og öxi. Hann hafðist við í bústöðunum í mislangan tíma og stal auk þess fjórhjóli úr vélageymslunni sem hann ók á um Árnessýsluna þvera og endilanga í þessari viku. Hjólið skildi hann eftir bensínlaust í Hrunamannahreppi. Guðmundur segir að Matthías hafi gengist við þessu öllu en ákæruvaldið hafi hins vegar ekki gert kröfu um sérstaka refsingu fyrir brotin. Matthías afplánar núna fimm ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps, auk þess sem hann hlaut nýverið átta mánaða dóm fyrir árás á fangavörð.
Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira