Enski boltinn

Mesut Özil vill ekki fara til Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mesut Özil.
Mesut Özil. Mynd/AFP
Mesut Özil, þýski landsliðsmiðjumaðurinn hjá Real Madrid, hefur gefið það út að hann vilji ekki að yfirgefa Real Madrid samkvæmt frétt á vefsíðu spænska blaðsins Marca.

Özil virtist vera á leiðinni til Arsenal því Florentino Perez, forseti Real Madrid, var búinn að semja um að selja Þjóðverjann til enska liðsins fyrir 45 milljónir evra.

Mesut Özil fékk ekki að spila í sigri Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í gær og í framhaldi fréttist af viðræðum Arsenal og Real Madrid. Özil tekinn af velli í tveimur fyrstu leikjunum.

Real Madrid þarf að safna pening fyrir kaupin á Gareth Bale með því að selja einhverja leikmenn en það verður ekki Özil nema að Þjóðverjinn skipti um skoðun á síðustu stundu.

Mesut Özil er 24 ára gamall og hefur að margra mati verið einn besti leikmaður Real Madrid undanfarin tímabil. Hann var með 9 mörk og 13 stoðsendingar í spænsku deildinni á síðasta tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×