Baggið að bögga Lagerbäck í Bern Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2013 23:28 Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum. Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Þjálfari A-landsliðs karla í knattspyrnu, Svíinn Lars Lagerbäck, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins í Bern í dag. Munntóbaksnotkun hans vakti athygli. Íslenska landsliðið er við æfingar í höfuðborg Sviss en liðið mætir heimamönnum í undankeppni heimsmeistaramótsins á föstudagskvöld. Í viðtali sem Henry Birgir Gunnarsson tók og birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2 var greinilegt að sá sænski var með tóbak í efri vör. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Knattspyrnusamband Íslands hefur blásið í herlúðra gegn tóbaksnotkun knattspyrnuiðkenda og er skemmst að minnast þriggja ára gamallar herferðar sambandsins. Þá tók KSÍ höndum saman með Jafningjafræðslunni og Lýðheilsustöð undir slagorðinu „Bagg er bögg“.Lagerbäck sagðist í viðtali við Fréttablaðið haustið 2011 hafa notað munntóbak á sínum tíma. Hann hefði byrjað 15 ára gamall en hætt því fyrir heimsmeistaramótið árið 2010. „Ég tók því ansi lengi í vörina og löngunin hverfur ekki. Ég á það til að fá mér í vörina ef einhver vinur minn býður mér upp á það en ég nota ekki munntóbak að staðaldri," sagði Lagerbäck við það tilefni. Hann hafði ekki heyrt af herferð KSÍ fyrr en í umræddu viðtali fyrir tæpum tveimur árum. „Það er þá gott að ég er hættur fyrst KSÍ er í þessu átaki.“ Ólafur Jóhannesson, forveri Svíans í starfi, sást á sínum tíma taka í nefið á meðan hann stýrði íslenska landsliðinu í leik á Laugardalsvelli. Baðst hann afsökunar og lofaði því að slíkt myndi ekki endurtaka sig. Í lokaleik landsliðsins undir hans stjórn í Portúgal braut Ólafur hins vegar loforð sitt þegar til hans sást með tóbakshornið á varamannabekknum.
Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira