Erlent

George Zimmerman sakaður um að hóta eiginkonu sinni með byssu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
George Zimmerman var sýknaður af ákærum um morð á hinum 17 ára Trayvon Martin.
George Zimmerman var sýknaður af ákærum um morð á hinum 17 ára Trayvon Martin. mynd/getty
George Zimmerman, maðurinn sem var sýknaður af ákærum um morð á Trayvon Martin í júlí, er nú grunaður um að hafa ógnað eiginkonu sinni með byssu.

Lögregla var kölluð að heimili foreldra eiginkonunnar, Shellie Zimmerman, um tvöleytið í dag en hún sótti um skilnað í síðustu viku.

Að sögn lögreglu í borginni Lake Mary í Flórídafylki hringdi eiginkona Zimmerman í neyðarlínuna og sagði eiginmanninn hafa hótað sér og föður sínum með byssu. Þá sagði hún hann hafa kýlt föður hennar í andlitið og brotið spjaldtölvu og skorið í hana með hníf.

Zimmerman hefur ekki verið handtekinn vegna málsins en hann var yfirheyrður fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×