Enski boltinn

„Ég vil halda Mata og hann vill vera áfram“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mata og Mourinho á æfingu.
Mata og Mourinho á æfingu. Nordicphotos/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segist hafa sínar ástæður líkt og alltaf fyrir því hvers vegna Juan Mata spilaði ekki gegn Manchester United á dögunum.

Leikmenn Chelsea eru mættir til Prag, höfuðborg Tékklands, þar sem liðið mætir Evrópumeisturum Bayern München í leiknum um Ofurbikarinn í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan 18.30.

Samuel Eto'o og Willian, sem Chelsea keypti á dögunum frá Anzhi í Rússlandi, verða ekki með Lundúnaliðinu í kvöld. Juan Mata er hins vegar mættur og gæti byrjað.

„Hann spilaði ekki gegn Manchester United en ég hef mínar ástæður, eins og alltaf, fyrir því og útskýri þær fyrir leikmönnunum," sagði Mourinho á blaðamannafundi í gær.

„Það eru engin vandamál. Hann er afar mikilvægur leikmaður. Ég vil halda honum og hann vill vera áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×