Enski boltinn

Eltingarleikurinn við Bale er auglýsingabrella

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Auglýsingaskilti með Gareth Bale.
Auglýsingaskilti með Gareth Bale. Mynd/AFP
Spænskir og enskir fjölmiðlar hafa skrifað um væntanleg kaup Real Madrid á Gareth Bale í allt sumar en fyrrum íþróttastjóri spænska liðsins er á því að þessi eltingarleikur við Bale sé bara auglýsingabrella.

Real Madrid þarf að gera Gareth Bale að dýrasta knattspyrnumanni heims ætli félagið að kaupa hann frá Tottenham og Arrigo Sacchi hefur ekki trú á því að það sé að fara að gerast.

„Hundrað milljónir evra er mikill peningur. Ég held að þetta sé bara auglýsingabrella. Þegar Real Madrid er að elta breskan leikmann þá á félagið mestan möguleika á hagstæðum auglýsingasamningum," sagði Arrigo Sacchi við Meridiano.

Arrigo Sacchi var íþróttastjóri Real Madrid frá 2004 til 2005 en það var síðasta starf hans í fótboltaheimunum. Sacchi er frægastur fyrir að þjálfar lið AC Milan og ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×