Innlent

60-70 manns leituðu áfallahjálpar

Frá fundi áfallahjálparteymis Rauða krossins fyrr í dag.
Frá fundi áfallahjálparteymis Rauða krossins fyrr í dag. MYND/BENEDIKT H. SIGURGEIRSSON
Tíu manna áfallahjálparteymi Rauða krossins á Norðurlandi hlúir nú að aðstandendum og sjónarvottum eftir flugslys nálægt Akureyri í dag. Um 60 – 70 manns eru staddir í fjöldahjálparstöð, sem Rauði krossinn opnaði í Glerárkirkju.

Fjöldi sjónarvotta varð að flugslysinu, sem átti sér staðvið akstursíþróttasvæði þar sem keppni var í gangi. Fólki var boðið að fara með tveimur strætisvögnum í Glerárkirkju og þáðu það margir.  

Strax eftir flugslysið var flugslysaáætlun virkjuð, sem varsíðast æfð á Akureyri í vor.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 leiðbeinir um stuðning og er fólki bent á að hringja í hann. Símanúmerið er 1717.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×