Sport

Fjórir Íslendingar á topp fimm í fimmgangi

Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi.
Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi. Mynd/Hestafréttir.is
Íslenska landsliðsfólkið hefur staðið sig frábærlega í forkeppni í fimmgangi sem stendur nú yfir á HM íslenska hestsins í Berlín. Tveir Íslendingar eru efstir og jafnir þegar 32 knapar hafa lokið keppni og fjórir eru eins og er inn í A-úrslitum.

Jakob Svavar Sigurðsson á Al frá Lundum II og Sigursteinn Sumarliðason á Skugga frá Hofi fengu báðir 7,30 í einkunn fyrir sína frammistöðu og eru því efstir og jafnir.

Eyjólfur Þorsteinsson á Krafti frá Efri-Þverá er í 3. sætinu með einkunn upp á 7,13 og Haukur Tryggvason á Hetta frá Ketilsstöðum er síðan fjórði Íslendingurinn sem er í hópi fimm efstu eins og staðan er núna.

Hin danska Julie Christiansen á Straumi frá Seljabrekku og landi hennar Fredrik Rydström á Hrekki frá Hålåsen eru einnig inn í A-úrslitum þegar 32 knapar hafa lokið keppni.

Það er hægt að sjá stöðu mála eins og er með því að smella á frétt á Hestafréttum, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×