Innlent

Flakið flutt til Reykjavíkur í dag

Hrund Þórsdóttir skrifar
Flak flugvélarinnar var flutt til Reykjavíkur í dag.
Flak flugvélarinnar var flutt til Reykjavíkur í dag.
Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Eins og Vísir greindi frá í dag bar slysið bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001.

Maðurinn liggur enn á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri til eftirlits, en líðan hans er stöðug. Flak flugvélarinnar var flutt til Reykjavíkur í dag og komið fyrir í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll til frekari rannsóknar.

Fjölmiðlar greindu í dag frá því að maðurinn hefur áður lifað af flugslys því tólf árum fyrir slysið á mánudaginn, upp á dag, þurftu hann og flugkennari hans að nauðlenda flugvél í Garðsárdal í Eyjafirði. Hafði vélin verið í 3600 feta hæð og lenti hún í um 25 kílómetra fjarlægð frá Akureyrarflugvelli. Mennirnir komust ómeiddir út úr vélinni og gengu til móts við björgunarmenn sem sendir voru að slysstaðnum á torfæruhjólum. Björgunarmenn hlúðu svo að þeim þar til þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þá til Akureyrar. Annar björgunarmannanna var Pétur Róbert Tryggvason, sem lét lífið í flugslysinu nú á mánudaginn.

Fjölmenn bænastund var haldin í Glerárkirkju í gær og á fundi bæjarráðs Akureyrar var mannanna tveggja sem létu lífið í slysinu á mánudaginn minnst með mínútuþögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×