Sport

Konráð Valur fékk bronsið í Gæðingaskeiði ungmenna

Konráð Valur Sveinsson á pallinum með þeim Annie Ívarsdóttur og Elisabeth Katharina Schaaf.
Konráð Valur Sveinsson á pallinum með þeim Annie Ívarsdóttur og Elisabeth Katharina Schaaf. Mynd/Hestafréttir.is
Konráð Valur Sveinsson á Þórdísi frá Lækjarbotnum tryggði sér í kvöld bronsverðlaunin í Gæðingaskeiði ungmenna á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.

Konráð Valur og Þórdís frá Lækjarbotnum fóru langt á því að ná frábærum tíma í báðum sprettum sínum en í bæði skiptin kláruðu þau sprettinn á undir átta sekúndum.

Hin hálf-íslenska Annie Ívarsdóttir sem keppir fyrir Svíþjóð tryggði sér heimsmeistaratitilinn á Drífu frá Myre.

Þjóðverjinn Elisabeth Katharina Schaaf á Nirði frá Schluensee varð síðan í öðru sætinu.

Það má sjá myndband af Konráði Val og Þórdísi frá Lækjarbotnum sem birtist fyrst á Hestafréttum.is með því að smella hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×