Fótbolti

Margrét Lára kom af bekknum og skoraði tvö mörk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir. Mynd/NordicPhotos/Getty
Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæra innkomu þegar Kristianstad vann 4-1 útisigur á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag. Margrét Lára kom inn á sem varamaður í hálfleik og skoraði tvö mörk.

Josefine Öqvist kom Kristianstad í 1-0 strax á 4. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Margrét Lára kom þá inn fyrir Susanne Moberg og var búin að kom Kristianstad í 2-0 eftir aðeins sjö mínútur. Josefine Öqvist skoraði síðan þriðja markið áður en Jane Ross minnkaði muninn fyrir Vittsjö úr vítaspyrnu.

Margrét Lára skoraði síðan annað mark sitt á annarri mínútu í uppbótartíma og innsiglaði þar með 4-1 sigur. Þetta eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið en Margrét Lára er að koma til baka eftir að hafa farið í aðgerð í vetur.

Sif Atladóttir er fyrirliði Kristianstad-liðsins og spilaði allan leikinn eins og Guðný Björk Óðinsdóttir. Elísabet Gunnarsdóttir er síðan þjálfari Kristianstad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×