Erlent

Rændu demöntum að virði 6,5 milljarða í Brussel

Friðrik Indriðason skrifar
Vopnaðir menn rændu sendingu af óslípuðum demöntum á flugvellinum í Brussel í Belgíu í gærkvöldi. Á vefsíðu BBC segir að demantar þessir hafi verið um 50 milljóna dollara eða um 6,5 milljarða króna virði.

Talið er að ræningjarnir hafi verið átta talsins. Þeir brutu sér leið gegnum öryggisgirðingu flugvallarins þegar verið var að flytja demantana úr öryggisbíl yfir í flugvél en senda átti demantana til Zürich í Sviss. Þeir flúðu síðan sömu leið frá flugvellinum.

Belgíska lögreglan segir að hún hafi fundið bílinn sem notaður var í ráninu en þá var búið að kveikja í honum.

Þetta er talið eitt af stærstu demantaránum í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×