Leita vopna á gestum í þinghúsinu 20. desember 2012 07:00 Þingvarsla ávalt sýnileg Þó búið sé að fjölga í þingvörslu að undanförnu og verðirnir hafi hlotið aukna þjálfun er öryggismálum enn mjög ábótavant á þinginu. Lítið þarf til að vinna þingmönnum mein sé vilji fyrir hendi. Fréttablaðið/Pjetur „Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
„Hingað þarf svipuð vopnaleitarleitartæki og eru notuð í þinghúsum erlendis," segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Sérstakt vopnaleitartæki verður keypt til Alþingis á næstu misserum, gangi fyrirætlanir forsvarsmanna þingsins eftir. Helgi segir öryggismálum í húsinu ábótavant og nauðsynlegt sé að horfast í augu við að Ísland er ekki frábrugðið nágrannalöndum sínum hvað varðar afbrot og fyrirbyggjandi aðgerðir um öryggi þingmanna. „Við höfum fjölgað í þingvörslu og þjálfað starfsfólk meira, eflt löggæsluna, en það þarf að gera frekari ráðstafanir." Alþingi hefur fengið auknar fjárveitingar að undanförnu til að bæta öryggisgæslu og segist Helgi bjartsýnn á að áframhaldandi skilningur á alvöru málsins ríki hjá forsætisnefnd. „Það er mikill skilningur í forsætisnefnd og meðal forystumanna á því að sá tími sé liðinn þegar sakleysi og einlægni birtist hér í samskiptum. Það er miður og mjög sorglegt." Laust fyrir klukkan tíu á mánudagskvöld komu lögregla og þingverðir að manni inni á snyrtingu Alþingis þar sem hann hafði skaðað sig töluvert með beittum hlut. Atvikið gerðist á meðan þingfundur stóð yfir, en maðurinn hafði verið gestur á þingpöllum skömmu áður þar sem lögreglumaður hafði tekið eftir honum. Forseti sleit þingfundi í kjölfar atviksins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt atvik á sér stað innan veggja Alþingis. „Það er ýmislegt í kring um þetta atvik sem krefst viðbragða af okkar hálfu. Meðal annars frágangur á hurðum, vöktun og þess háttar. Við munum endurskoða vinnuferla hjá okkur í ljósi þess sem gerðist," segir Helgi. „Þingmenn eru mjög óvarðir í þingsal. Það þarf næstum því ekkert til, því miður. Og þetta er enn ein áminningin um að við erum stödd á sama stað í tilverunni og löndin í kring um okkur." Að sögn Helga var maðurinn þó ekki vopnaður hnífi, en var með lítið skurðtæki meðferðis sem hann skar sig með. „Þetta var ekki góð aðkoma," segir hann.Hvernig eftirlitinu verður háttað Lágmarks vopnaleit fer fram á öllum sem eiga erindi við þingmenn og inn á Alþingi. Verðir fylgjast með gestum, hvort einhver leggi eitthvað frá sér eða hafi eitthvað á sér. Þá er óskað eftir því að gestir tæmi vasa. „Fólk á ekki að fara með hluti á þingpalla sem hægt er að nota til að kasta eða eitthvað slíkt. Þingverðir hafa farið fram á að það verði leitað á fólki, að öðrum kosti er mönnum vísað frá," segir Helgi Bernódusson, að lokum. - sv
Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira