Innlent

Alls 179 utangarðs í Reykjavík

Nöturlegt Aðstæður þeirra sem eru utangarðs eru oft slæmar.
fréttablaðið/vilhelm
Nöturlegt Aðstæður þeirra sem eru utangarðs eru oft slæmar. fréttablaðið/vilhelm
Kortlagning velferðarsviðs Reykjavíkurborgar á fjölda og högum utangarðsfólks sýnir að í Reykjavík teljast 112 karlar og 64 konur heimilislaus eða utangarðs. Alls fylla þennan hóp 179 manns, en í rannsókninni kemur ekki fram kyn þriggja einstaklinga.

Fólkið er á öllum aldri. Yngsti var 18 ára og sá elsti 75 ára. Flestir voru á aldrinum 21 til 30 ára en litlu

færri á aldrinum 51 til 60 ára. Töluvert stór hópur telst hafa verið heimilislaus eða utangarðs í meira en tvö ár. Neysla áfengis og annarra vímuefna skýrir neyð langflestra af þessum 179 manna hópi, bæði karla og kvenna. Þar á eftir voru geðræn vandamál og fjölmargir aðrir þættir taldir en í mun minni mæli.

Í sambærilegri rannsókn 2009 var 121 einstaklingur sem taldist til þessa hóps. Heildarfjöldi hefur því aukist um 32,41% eða um 58 einstaklinga, en skýrsluhöfundar setja fyrirvara um ólíka aðferðafræði við framkvæmd rannsóknanna.

Flestir utangarðsmannanna eru Íslendingar eða tæplega níu af hverjum tíu. Af þeim sem voru af erlendum uppruna voru langflestir frá Póllandi eða tólf alls.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×