Fimmtungur skulda heimila afskrifaður 28. september 2012 06:00 Barnabætur of lágar Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira