Innlent

Pussy Riot fá friðarverðlaun

Stúlkurnar í Pussy Riot hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við John Lennon. Nordicphotos/getty
Stúlkurnar í Pussy Riot hljóta friðarverðlaun sem kennd eru við John Lennon. Nordicphotos/getty

Rússneska pönkhljómsveitin Pussy Riot hlýtur friðarverðlaun sem kennd eru við John heitinn Lennon og ekkju hans Yoko Ono. Verðlaunin verða afhent á afmælisdegi Lennons, 9. október, í Viðey. Þá verður einnig kveikt á friðarsúlu Yoko Ono.

Liðskonur Pussy Riot sitja í fangelsi í Rússlandi vegna mótmæla sinna við Pútín forseta.

Búist er við að eiginmaður einnar liðskonunnar komi hingað til lands til að veita verðlaununum viðtöku.

Fjórir aðrir verða heiðraðir við sama tækifæri, aðgerðarsinninn Rachel Corrie, sem lést árið 2003, leikritaskáldið Christopher Hitchens og John Perkins hagfræðingur. Ekki hefur verið upplýst hver fimmti verðlaunahafinn er. - sm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×