Samráð heilbrigðisstarfsfólks við foreldra 21. mars 2012 06:00 Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á 66. þingfundi Alþingis þann 12. mars sl. voru til umræðu kynheilbrigðismál ungra Íslendinga. Þar svaraði velferðarráðherra fyrirspurn frá þingmanni um hvað yrði gert til að efla kynheilbrigði í ljósi niðurstöðu skýrslu starfshóps ráðherrans, sem kom út í september 2011. Margt í þessari skýrslu og umræðunni þann 12. mars var upplýsandi og jákvætt. Engu að síður er vert að staldra við ummæli ráðherra um fyrirhugað frumvarp til laga um breytingar á lyfjalögum sem heimila hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum að ávísa hormónatengdum getnaðarvörnum, í ljósi þeirrar umræðu sem sprottið hefur upp í kjölfarið. Hefur umræðan beinst að því að þessar umræddu heilbrigðisstéttir gætu, meðfram leyfi til að ávísa hormónapillunni til stúlkna, ávísað pillunni til stúlkna undir lögaldri án samþykkis foreldra þeirra. Á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) og Barnaspítala Hringsins koma börn, almennt í fylgd og með vitneskju foreldra sinna, til að fá heilbrigðisþjónustu. Við veitingu þeirrar þjónustu er leitast við að hafa í huga lagalegu hlið vinnunnar, en í því tilliti er í mörg horn að líta. Þau lög sem helst er horft til í heilbrigðisþjónustu fyrir börn eru lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997, en þar er að finna sérreglur um sjúk börn. Í 25. grein laganna segir: „Ef sjúklingur er yngri en 16 ára skulu upplýsingar [um heilsufar] skv. 5. gr., svo og aðrar upplýsingar samkvæmt lögum þessum, veittar foreldrum." Einnig segir í 26. gr. að foreldrar sem fara með forsjá barns skuli veita samþykki fyrir nauðsynlegri meðferð barns yngra en 16 ára. Eftir því sem kostur er skulu sjúk börn höfð með í ráðum og alltaf ef þau eru 12 ára eða eldri. Þessi ákvæði laga um réttindi sjúklinga stangast á við ákvæði lögræðislaga nr.71/1997, þar sem segir að lögráða verði menn 18 ára. Lögráða maður er sjálfráða og fjárráða. Þessi munur á aldursákvæðum hefur engu að síður haldið sér í þau 15 ár síðan lögin voru sett, að því er virðist til að mæta þeirri stöðu sem upp getur komið hvað varðar sjálfsákvörðunarrétt einstaklings, 16-18 ára, í heilbrigðisþjónustu. Árið 2006 sendi þáverandi yfirlæknir BUGL formlegt erindi til Umboðsmanns barna til að fá túlkun hans á þeim lagaákvæðum er varða 16-18 ára gamla sjúklinga BUGL. Ástæðan var sú að á BUGL, eins og annars staðar í heilbrigðisþjónustu þar sem unnið er með börnum, getur komið upp sú staða að barn yfir 16 ára aldri, en undir 18 ára aldri, óskar eftir lyfjameðferð eða annarri meðferð, sem foreldrar eru ekki sammála um eða sáttir við. Umboðsmaður barna gaf álit þann 8. júní 2006, og sagði þar meðal annars: „Skv. barnalögum nr.76/2003 felur forsjá meðal annars í sér að foreldri ræður persónulegum högum barns að 18 ára aldri. Forsjárforeldri ber að gæta hagsmuna barna sinna og það felur í sér að það á rétt á að þekkja til þeirra atriða er varðað getur þá. Barnið á hins vegar ríkari rétt til einkalífs og friðhelgi þess með vaxandi þroska. Barnið á því rétt á að ræða við starfsmann heilbrigðisþjónustu í trúnaði og fá aðstoð og leiðbeiningar, séu atvik ekki með þeim hætti að þau skyldi viðkomandi starfsmann til að tilkynna mál til barnaverndarnefndar eða að afskipti foreldra séu nauðsynleg." Í ljósi framanritaðs er ljóst að það að fyrir dyrum standi breytingar á lyfjalögum í því skyni að fleiri heilbrigðisstéttir fái leyfi til að ávísa getnaðarvarnarlyfjum, munu þær breytingar einar ekki leiða til þess að löglegt sé að bjóða stúlkum yngri en 16 ára getnaðarvarnapilluna án samráðs við foreldra. Breyta þyrfti öllu lagaumhverfi sjúkra barna væri slíkt á döfinni. Ráðherra hefur reyndar tekið fram að frekari lagabreytingar standi ekki til, en ljóst er að ef slíkt stæði til, þyrfti að skoða þau mál frá fleiri hliðum en eingöngu ákvæðum lyfjalaga, sbr. það sem að framan greinir. Taka þyrfti t.a.m. inn í þá mynd sjálfsákvörðunarrétt og sjálfræði barna, hugtakið upplýst samþykki og þroskafræðilegar forsendur barna til að veita slíkt samþykki, að ógleymdum rétti foreldra til að hafa með höndum forsjá barns, með öllum þeim réttindum og skyldum sem það felur í sér. Að mínu mati vill heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum alla jafna efla samvinnu við foreldra og fjölskyldur skjólstæðinga sinna, börnunum til heilla. Ef foreldrar upplifa að svo er ekki er gott fyrir þá að vita að lögin eru skýr hvað þetta varðar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun