Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms 25. febrúar 2012 07:00 Vínbúð Heimilt var að selja áfenga koffíndrykki til ársins 2009, þegar bann var lagt við sölu þeirra í vínbúðunum með nýrri reglugerð. Því banni vill áfengisheildsali fá hnekkt.Fréttablaðið/GVA Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent