550 sílíkonaðgerðir á ári 24. janúar 2012 07:00 Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira
Árlega láta að minnsta kosti 550 konur hér á landi stækka á sér brjóstin eða endurnýja gamlar sílíkonfyllingar. Er þessi fjöldi miðaður við síðustu þrjú ár. Hlutfall endurnýjana getur verið allt að fjórðungur af heildartölunni, en oftast er mælst til þess að púðar séu endurnýjaðir á fimm til tíu ára fresti. Brjóstastækkun kostar á bilinu 400 til rúmlega 520 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur innflutningur á sílíkonpúðum til fegrunaraðgerða stóraukist á síðustu árum. Sala á púðum til lýtalækna tók stökk árið 2010, þegar rúmlega 550 pör voru flutt til landsins. Árin áður voru að minnsta kosti um 350 pör flutt inn. Er þetta fyrir utan hina umdeildu PIP-púða, sem lýtalæknirinn Jens Kjartansson flutti inn á árunum 2000 til 2010 og setti í brjóst um 440 kvenna. Þessar 550 stækkanir eru fyrir utan brjóstauppbyggingar eftir krabbamein, en samkvæmt nýjustu tölum frá Landlæknisembættinu voru gerðar 126 brjóstnámsaðgerðir árið 2009. Eins og greint hefur verið frá að undanförnu hefur landlæknir óskað eftir upplýsingum frá tólf lýtalæknum sem reka stofur hér á landi. Frestur til svara rann út fyrir viku, en einungis helmingurinn hefur svarað formlega. Af þessum tólf hefur einn sent inn skriflegar upplýsingar. Fréttablaðið greindi frá því fyrir ári að engar opinberar tölur væru til hér á landi um fjölda brjóstastækkana eða fegrunaraðgerða almennt. Þó kveður á um slíkt í lögum frá árinu 2007; það er að Landlæknisembættið eigi að halda utan um upplýsingar er varða allar læknisfræðilegar aðgerðir sem framkvæmdar eru hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu hefur sú vinna verið í gangi undanfarin misseri að safna þessum upplýsingum, en það hafi gengið hægt. - sv
Lýtalækningar PIP-brjóstapúðar Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Fleiri fréttir Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Sjá meira