Fótbolti

Messi: Get ekki beðið eftir því að hitta soninn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty
Lionel Messi er mættur til Argentínu þar sem hann mun spila tvo mikilvæga leiki við Úrúgvæ og Chile í undankeppni HM . Argentínska landsliðið hefur unnið 4 leiki og gert 2 jafntefli í þeim sjö leikjum sem Messi hefur borið fyrirliðabandið.

„Ég hef farið í gegnum erfiða tíma þegar við vorum ekki að ná góðum úrslitum. Nú þegar við erum farnir að vinna er allt miklu auðveldara. Ég hef samt alltaf notið þess að koma og spila fyrri Argentínu. Við erum að vaxa sem lið og erum alltaf að verða sterkari liðsheild," sagði Lionel Messi.

„Það hefur ekkert breytt mér að fá fyrirliðabandið. Ég spila alveg eins með fyrirliðabandið og án þess og hafa mér eins gagnvart liðsfélögunum," sagði Messi sem hefur skorað 9 mörk í þessum 7 leikjum.

Messi er 25 ára gamall og á nú von á sínu fyrsta barni með kærustu sinni Antonella Roccuzzo. Roccuzzo á von á sér í þessum mánuði og þau vita að barnið er drengur og á að heita Thiago.

„Ég þakklátur fyrir allt sem guð gaf mér. Ég get ekki beðið eftir því að hitta soninn," sagði Messi og aðspurður með hvaða liði strákurinn munu halda. „Ætli hann haldi ekki með Barca," sagði Messi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×