Innlent

Íslenskir listamenn sendu Pútín bréf

Stjórn bandalags íslenskra listamanna sendi í dag Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og tveimur rússneskum saksóknurum ákall þar sem þess er krafist að þrjár listakonur úr pönk-rokksveitinni Pussy Riot verði látnar lausar úr haldi og öllum ákærum á hendur verði látnar niður falla.



BÍL hvetur stjörnvöld í Rússlandi til að fara eftir samþykkt Sameinuðu þjóðanna um tjáningafrelsi, menningarmun og mannréttindi. Þau minna yfirvöld á að þau hafi skrifað undir mannréttindayfirlýsingu SÞ. Þá eru stjórnvöld beðin um að rannsaka hótanir sem hafa borist aðstandendum stúlknanna þriggja og lögmönnum þeirra.



Bréfið má sjá á heimasíðu bandalags íslenskra listamanna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×