Segja að forseti eigi ekki að skipta sér af pólitískum deilumálum Höskuldur Kári Schram skrifar 3. júní 2012 18:30 Ari Trausti Guðmundsson. Forseti Íslands á ekki að skipta sér að pólitískum deilumálum heldur hvetja til upplýstrar umræðu um málefni líðandi stundar. Þetta er mat Hannesar Bjarnasonar og Ara Trausta Guðmundssonar, forsetaframbjóðenda. Ari Trausti og Hannes voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hannes segir að forseti þurfi að vera sameiningartákn og geti því ekki alltaf tekið afstöðu með eða á móti í pólitískum deilumálum. „Forseti verður alltaf þátttakandi í samfélagspólitíkinni af því að hann á að vera öryggisventill á það lýðræði, hann á að mínu mati að halda sig fjarri flokkapólitíkinni," segir Hannes. Ari Trausti tekur undir þetta. „Forsetinn fer varlega, hann er maður orðsins. hann getur tekið þátt í umræðum, hann getur varpað fram spurningum og efnt til umræðanna og gert fullt af slíkum hlutum en hann forðast það að vera með eða á móti einstökum deilumálum í samfélaginu," segir Ari Trausti. Hannes segir að forseti verði að setja sér skýrar siðareglur þegar kemur að kynningarmálum fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum. „Það er mikilvægt af því að þá skýrir maður hvað fólk getur vænst af forsetanum á ákveðnum sviðum. þess vegna er það mjög mikilvægt," segir Hannes. „Ég álít hlutverk forsetans á erlendri grund, gríðarlega mikilvægt. Það er miklu meira en einhver fyrirtæki. Það er yfir höfuð íslensk menning íslenskt atvinnulíf og hlutverk hans þar er að tala máli fólksins, þjóðarinnar, hann þarf hins vegar að gæta jafnræðis, hann getur ekki gengið fram fyrir skjöldu og teymt eitthvað eitt fyrirtæki," segir Ari Trausti. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Forseti Íslands á ekki að skipta sér að pólitískum deilumálum heldur hvetja til upplýstrar umræðu um málefni líðandi stundar. Þetta er mat Hannesar Bjarnasonar og Ara Trausta Guðmundssonar, forsetaframbjóðenda. Ari Trausti og Hannes voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hannes segir að forseti þurfi að vera sameiningartákn og geti því ekki alltaf tekið afstöðu með eða á móti í pólitískum deilumálum. „Forseti verður alltaf þátttakandi í samfélagspólitíkinni af því að hann á að vera öryggisventill á það lýðræði, hann á að mínu mati að halda sig fjarri flokkapólitíkinni," segir Hannes. Ari Trausti tekur undir þetta. „Forsetinn fer varlega, hann er maður orðsins. hann getur tekið þátt í umræðum, hann getur varpað fram spurningum og efnt til umræðanna og gert fullt af slíkum hlutum en hann forðast það að vera með eða á móti einstökum deilumálum í samfélaginu," segir Ari Trausti. Hannes segir að forseti verði að setja sér skýrar siðareglur þegar kemur að kynningarmálum fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum. „Það er mikilvægt af því að þá skýrir maður hvað fólk getur vænst af forsetanum á ákveðnum sviðum. þess vegna er það mjög mikilvægt," segir Hannes. „Ég álít hlutverk forsetans á erlendri grund, gríðarlega mikilvægt. Það er miklu meira en einhver fyrirtæki. Það er yfir höfuð íslensk menning íslenskt atvinnulíf og hlutverk hans þar er að tala máli fólksins, þjóðarinnar, hann þarf hins vegar að gæta jafnræðis, hann getur ekki gengið fram fyrir skjöldu og teymt eitthvað eitt fyrirtæki," segir Ari Trausti.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira