Innlent

Þóra með framboðsfund á netinu

BBI skrifar
Mynd/365
Þóra Arnórsdóttir býður Íslendingum erlendis á kosningarfund á netinu klukkan fimm að íslenskum tíma í dag. Kosningastjóri Þóru veit ekki til þess að slíkur fundur hafi verið haldinn áður í kosningabaráttu á Íslandi.

Þóra mun sitja heima við tölvuna sína og svara spurningum sem berast á facebook, twitter og öðrum samfélagsmiðlum. „Þannig hafa allir tækifæri til að heyra hana og sjá," segir Sigrún Þorgeirsdóttir, kosningastjóri Þóru.

Áhersla verður lögð á að svara spurningum Íslendinga erlendis. Öðrum er þó velkomið að leggja fram spurningar ef eitthvað brennur á þeim.

„Þetta er í raun bara framboðsfundur á netinu," segir Sigrún. „Við vorum mikið búin að velta fyrir okkur hvernig við gætum náð til fólks úti í heimi og þetta varð lendingin."

Fundurinn fer fram á slóðinni http://www.ustream.tv/channel/Þóra-arnórsdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×